febrúar 2024

Kjarasamningur sjómanna undirritaður

2024-02-08T09:01:49+00:008. febrúar 2024|

Nýr kjarasamningur á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var undirritaður 7.febrúar í húsnæði Ríkissáttasemjara. Samningar á milli aðila hafa verið lausir frá árinu 2019. Árið 2023 var nýr kjarasamningur felldur í atkvæðagreiðslu sjómanna. Samningaviðræður um nýjan samning hafa staðið yfir síðustu mánuði. Í þeim viðræðum var lögð mikil áhersla á að [...]

desember 2023

Áríðandi tilkynning til laungreiðenda vegna innheimtu félagsgjalda

2023-12-21T11:14:10+00:0021. desember 2023|

Vakin er athygli á því að frá og með janúar 2024 mun innheimta félagsgjalda stofnast sem krafa í heimabanka.  Eftir þann tíma verður ekki boðið upp á millifærslur. Er það gert til að auka skilvirkni, bæta vinnsluhraða og auka gegnsæi og öryggi. Jafnframt er bent á að við tökum á móti skilagreinum í rafrænu formi [...]

nóvember 2023

Desemberuppbót 2023

2023-11-21T08:41:47+00:0021. nóvember 2023|

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Um er að ræða fasta krónutölu sem tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. [...]

Breytingar á reglum/skilyrðum fræðslusjóða

2023-11-08T12:00:43+00:008. nóvember 2023|

Stjórnir fræðslusjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar Ríkismenntar og Sjómenntar hafa samþykkt breytingar á eftirfarandi skilyrðum vegna náms eða námskeiðs erlendis. Sjá má regluna í heild sinni hér að neðan með breytingunum sem eru feitletraðar: Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku. Þá verður [...]

október 2023

Kvennaverkfall 2023

2023-10-20T12:21:31+00:0020. október 2023|

Verkalýðsfélag Snæfellinga og Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu ætla að taka höndum saman 24.október nk. og bjóða upp á sætaferðir til Stykkishólms til að koma saman og fylgjast með baráttufundi sem fram fer á Arnarhóli kl 14:00. Brottför : 12:30 - Hraðbúðin Hellissandi 12:40 - Sjoppan Ólafsvík 13:10 - Kjörbúðin Grundarfirði Heimferð kl. 16:00 Stöndum [...]

Kvennaverkfall 24.október 2023

2023-10-19T08:45:37+00:0019. október 2023|

Boðað er til allsherjar- og heilsdagsverkfalls kvenna þann 24. október nk.; konur og kvár eru hvött til að mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin, standa ekki „þriðju vaktina“ og eftirláta körlunum að sinna heimilinu, börnunum, eldra fólkinu og öllu hinu sem þær sinna samhliða sinni launuðu vinnu. Fyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur [...]

september 2023

Félagsfundur

2023-09-25T13:49:00+00:0025. september 2023|

Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 3.október í samkomuhúsinu í Grundarfirði, fundurinn hefst kl.18:00. Dagskrá fundar: Kjör fulltrúa á 33.þing LÍV 19-20.október 2023 Kjör fulltrúa á 93.þing SGS 25-27.október 2023 Kjör fulltrúa á 33.þing SSÍ 9-10.nóvember 2023 Staða kjarasamninga og veiting umboða Önnur mál  

Kosning um kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga

2023-09-19T15:14:30+00:0018. september 2023|

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélag er hafin, kosningu lýkur kl. 09:00 þriðjudaginn 26. september. Glærukynning á helstu atriðum samningsins. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er innskráning með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Kjósa hér  Þau sem lenda í vandræðum með atkvæðagreiðsluna eru beðin að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 588-9191

Go to Top