Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst í dag mánudaginn 3. febrúar kl. 12:00 og lýkur sunnudaginn 9. febrúar kl. 12:00. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar mánudaginn 10. febrúar.
Til að greiða atkvæði um samninginn með rafrænum hætti smellirðu hér og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Athugið að kosningin verður ekki virk fyrr en kl. 12:00 í dag mánudaginn 3. febrúar.
Þeir sem hafa ekki aðgang að tölvu eru velkomnir að koma við á opnunartíma á skrifstofum félagsins.